
Um Vestur Múr
Fyrirtækið var stofnað í maí 2023 og er rekið af okkur bræðrum Bjössa og Tómasi. Báðir með góða reynslu í starfi og Bjössi er löggildur múrarameistari. Við tökum að okkur ýmis múrverk en sérhæfum okkur þó aðallega í hleðslu veggja, pússningu, utanhússviðgerðum, filtun, flotun og flísalögn.
Við komum frá Hnífsdal á Vestfjörðum og þaðan drögum við nafn fyrirtækisins. Við búum í dag á höfuðborgarsvæðinu og er starfsemi okkar mest þar, en tökum líka verk að okkur úti á landi.
Upplýsingar
Vestur Múr ehf.
Höfuðborgarsvæðið
Bjössi 857-9811
Vönduð og fagleg vinnubrögð.
Flotun
Þarft þú að láta flota? Við flotum öll rými, lítil og stór.








Hleðsla & pússning
Hlaðnir og pússaðir veggir eru að okkar mati bestu milliveggir sem völ er á.
Þeir eru lausir við öll samskeyti, hafa gott naglhald, frábæra hljóðeinangrun og gott bruna- og rakaþol ásamt því að vera myglufríir.
Utanhússviðgerðir
Er kominn tími á að lappa aðeins upp á fasteignina?
Við tökum að okkur allt sem kemur að utanhússviðhaldi og viðgerðum.








Flísalögn
Flísalögn er frábær leið til að gefa heimilinu eða vinnustaðnum nýtt andlit.
Góð og vönduð vinnubrögð eru lykillinn að góðri flísalögn.
Ertu að fara í framkvæmdir?
Filltu út formið og segðu okkur frá verkinu sem þú ert að spá í.
Við höfum svo samband við þig í hvelli og sendum á þig tilboð í framhaldi þér að kostnaðarlausu!
Vestur Múr ehf.
8579811 - Bjössi